Skilmálar

Skilmálar og ábyrgð

FAKÓ/Esjufell veitir tveggja ára ábyrgð samkvæmt íslenskum lögum. Ábyrgðin gildir frá kaupdegi. Hafðu samband við verslun okkar í síma 568 0708 ef um galla er að ræða.

Greiðslumáti

Hægt er að greiða með kortum í gegnum örugga síðu Borgunar sem sú greiðslumiðlun sem FAKÓ/Esjufell ehf hefur samning við og tökum við VISA, Mastercard og Maestro kort. Kortanúmerin eru dulkóðuð. Útilokað er fyrir utanaðkomandi aðila að nálgast upplýsingar um kortanúmer. Sá sem verslar í þessu umhverfi getur verið viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru öruggar fyrir utanaðkomandi aðilum.

Einnig er hægt að greiða vöru með því að millifæra inná Esjufell ehf, kt. 580210-0660 bankanúmer 528-26-26029

Öll verð eru birt með fyrirvara um villur.

Skila- og skiptaréttur

Ef þú ert ekki sátt/ur við kaupin getur þú einfaldlega skilað vörunni og við skiptum henni eða endurgreiðum þér að fullu. Til að fá vöru endurgreidda þarf hún að vera ónotuð og í heilum umbúðum. Einnig þarf að sýna kvittun.

Heimilt er að skila vöru innan 14 daga frá kaupdagsetningu.

Eftirfarandi fellur ekki undir skilarétt:

Sérpantanir og vörur sem keyptar eru á lækkuðu verði eins og t.d. á útsölu eða sértilboði.
Ef vöru er skilað er sendingargjald til baka á kostnað viðskiptavinar, við getum að sjálfsögðu aðstoðað við það.

Ef varan er gölluð borgum við allan sendingarkostnað.

Uppseld vara

Ef vara er uppseld tímabundið munum við hafa samband í síma eða með tölvupósti svo þú getir ákveðið hvort þú bíðir eftir næstu sendingu eða fáir endurgreitt.

Afhendingarmáti

Hægt er að sækja vöru í verslun FAKÓ Ármúla 7, þér að kostnaðarlausu og þarf þá að framvísa skilríkjum.
Annars eru vörur afgreiddar af vörulager næsta virkan dag eftir að pöntun er gerð. Ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira af smávöru þá er frí heimsending. *Ath. Þetta á ekki við um húsgögn.

Heimsendingar innan höfuðborgarsvæðisins ef verslað er fyrir minna en 10.000,- kr fara með Póstinum og fer verð eftir gjaldskrá Póstsins og er kostnaðurinn greiddur við móttöku.

Heimsendingar utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með Póstinum ef eingöngu um smávöru er að ræða en ef um stærri hluti er að ræða þá komum við þeim á Landflutninga og greiðist sendingarkostnaður við móttöku samkvæmt verðskrá Póstsins eða Landflutninga eftir því sem við á

Póstsendingar berast í flestum tilvikum á áfangastað 2-3 virkum dögum eftir pöntun.