KLINTA nuddkertin voru upphaflega hugsuð sem minjagripur fyrir alla sem heimsóttu garðyrkjustöð fjölskyldunnar, Klinta Kryddor & Grönt (þess vegna vatnskanna og spaði í lógóinu) en þau urðu fljótt að eigin vörumerki.
Þetta kerti brennur í 45klst (ath. ef kveikt er í lengur en 3klst senn þá getur brennslutíminn verið minni til lengdar)
Innihald: repjuolía, sojavax, kókosolía og ilmvatn eða ilmkjarnaolía.
Almennt eru margir kostir við að nota náttúruleg vaxkerti:
– Náttúrulegt kertavax er hreint og brennur hreinna en paraffín, án petro-kolefnissóts sem getur svertað veggi, loft og húsgögn auk þess að menga loftið á heimilinu.
– Náttúruleg vaxkerti brenna lengur. Þau brenna hægar og við lægra hitastig en paraffínkerti. Innihaldsefnin (sojabaunir, repja og kókos) eru, ólíkt paraffíni, endurnýjanleg.
– Auðveldara er að þrífa plöntuolíur af yfirborði og öðrum efnum með volgu vatni og smá sápu.
Hvernig á að nota nuddkerti:
Kveiktu á kertinu eins og venjulega og bíddu í nokkrar mínútur þar til olíupollur myndast á yfirborðinu. Dýfðu síðan fingrinum í olíuna, eða helltu heitum vökvanum beint á húðina. Það er ekki of heitt – sérsamsett blanda af olíu heldur hæfilegu hitastigi fyrir nudd – um 55°C. Kveiktu og slökktu eins oft og þú vilt. Njóttu hlýjunnar, ilmsins og friðarins!